Söngvakeppni Sjónvarpsins 1986:
Erna Gunnarsdóttir & Pálmi Gunnarsson - "Út vil ek"
Út vil ek
Frá degi til dags er ég rólegur raftur
Og ræki með sóma mitt starf
Meira og minna ég vinn við að vinna
Vinn stundum meir en ég þarf
En af og til er það svo aumt að ég verð að
Dusta af rænunni rykið
Ég þvæ mér í framan þvæ mér að aftan
Og þykir vist engum neitt mikið
Út vil ek, já út vil ek út
Út að skvett' úr klaufunum
Því andinn leitar út
Ég fer í Gefjunarfötin gljábursta skóna
Greiði mér vandlega og vel
Ég smyr á mig smyrslum smörtum úr hirslum
Túbera tog mitt og þel
Með idýfu og saltkex ég ek mér í stressless
Í makindum Moggann ég kanna
Of langt er að telja upp það sem úr er að velja
Eins og skemmtanasíðurnar sanna
Út vil ek, já út vil ek út
Út að skvett' úr klaufunum
Því andinn leitar út
Da-da-da…
Da-da-da…
Da-da-da…
Da-da-da…
Út vil ek, já út vil ek út
Út að ѕkvett' úr klaufunum
Því andinn leitаr út
Artist | Erna Gunnarsdóttir & Pálmi Gunnarsson |
Title | Út vil ek |
Title (English) | I want out |
Language | Icelandic |